ERTU ÖRMAGNA
Þetta ljúfa áhrifaríka námskeið á að henta sem flestum, en er sniðið að þeim sem
eru örmagna, langþreyttir eða að takast á við orkuleysi, kvíða, depurð, streytu og
svefnleysi.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á þátttakendur læri djúpslökun sem nefnist jóga
nidra og heilunarmátt hennar. Læri öndun sem losar um spennu og eykur
einbeitingu, minnkar kvíða og bætir svefn. Læri að hugleiða og nota hugleiðslu og
öndun sem verkfæri til að styrkja sig andlega og líkamlega. Farið verður út í
gönguhugleiðslu. Hver tími endar á leiddri djúpslökun.
Þátttakendur gera skemmtileg, einföld verkefni og læra að nýta verkfæri sem
þeir fá í hendur sem dýpkar áhrif námskeiðisins.
Námskeiðið er umfram allt hugsað sem persónulegt ferðalag til að finna neistann
sinn og bæta líðan.
Reynsla af jóga eða slökun ekki nauðsynleg. Heldur eru ekki gerðar kröfu um að
deila reynslu eða tjá sig frekar en hverjum og einum hentar.
Fyrir hverja:
- Alla.
Tilgangur
- Læra slökun og djúpa öndun sem hjálpar til við að
losa um streytu og minnka kvíða.
- Bæta svefn
- Efla einbeitingu
- Læra að hugleiða og tengjast sjálfum sér betur.
- Læra aðferðir til að sýna sjálfum sér mildi,hlýju og samkennd.
- Auka orku og gleði.
- Finna neistann sinn.
KENNARI
Iris Eiríksdóttir jógakennari og Flotþerapisti. Iris hefur mikla reynslu af námskeiðahaldi bæði tengt jóga, slökun, sjálfstyrkingu og sorgarúrvinnslu þar sem hún tvinnar saman sinni faglegu þekkingu og eigin reynslu.
Iris er menntaður kundalinijóga, Jóganidra og krakkajóga kennari. Hún hefur lokið stigi eitt af fimm í level tvö í kudnalini jógafræðum. Einnig hefur Iris lokið fyrsta stigi í Stat Nam rasayan heilun og reiki og grunnnámskeiði í Núvitund og sammkennd í eigingarð. Iris líkur flotþerapíunámi í mars 2020 Iris hefur kennt jóga,hugleiðslu og slökun siðan 2011.
HVENÆR
13.jan - 05.feb 2020
Mánudaga og Miðvikudaga
kl 10:15 - 11:45
Verð 34.000 kr
Þáttakendur geta nýtt sér alla opna tíma Yogahússins á meðan á námskeiðistendur.
HVAR
Yogahúsið Lífsgæðasetri st.j
Suðurgötu 41 Hfj.
UPPLÝSINGAR
Sími: 868-3508
Ath. Flest stéttafélög greiða niður námskeiðisgjald